Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2014 | 23:00

Jack Nicklaus veitt gullorða Bandaríkjaþings

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með 371 atkvæði gegn 10 atkvæðum að veita golfgoðsögninni Jack Nicklaus, gullorðu (ens. Congressional Gold Medal) Bandaríkjaþings.

Jack Nicklaus þakkar heiðurinn, en honum var veitt gullorða Bandaríkjaþings í gær

Jack Nicklaus þakkar heiðurinn, en honum var veitt gullorða Bandaríkjaþings í gær

Áður hefir þingið veitt Arnold Palmer gullorðuna Sjá frétt Golf1 þar um með því að SMELLA HÉR:  

Þessi heiðursviðurkenning er veitt Nicklaus „til viðurkenningar á störfum hans fyrir (bandarísku) þjóðina og fyrir að stuðla að afburðargæðum og íþróttamannlegri framkomu  í golfíþróttinni.“

Gullorða Bandaríkjaþings er æðsta viðurkenning sem veitt til í þakklætisskyni fyrir frægðarafrek og framlög (til þjóðarinnar)

Jack Nicklaus er 71 árs, kvæntur eiginkonu sinni Barböru (síðan 1960 þ.e. í 54 ár) og á með henni 5 börn:   Gary Nicklaus, Nancy Nicklaus, Jack Nicklaus Jr., Michael Nicklaus, Steven Nicklaus

Sjá má kynningu Golf 1 á Jack Nicklaus með því að smella á eftirfarandi:  JACK NICKLAUS IJACK NICKLAUS IIJACK NICKLAUS IIIJACK NICKLAUS IVJACK NICKLAUS V;  JACK NICKLAUS VIJACK NICKLAUS VIIJACK NICKLAUS VIIIJACK NICKLAUS IXJACK NICKLAUS XJACK NICKLAUS XIJACK NICKLAUS XII.