Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2023 | 21:00

Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!

Logi Sigurðsson, GS, hlaut Björgvinsskálina 2023, sem veitt er fyrir lægsta skor áhugakylfinga á Íslandsmótinu.

Skálin er veitt í minningu Björgvins Þorsteinssonar, sexfalds Íslandsmeistara, sem er sá kylfingur sem unnið hefir Íslandsmótið í karlaflokki næstoftast, eða 6 sinnum.

Úlfar Jónsson hefir einnig sigrað á Íslandsmótinu 6 sinnum og Birgir Leifur Hafsteinsson, er sá kylfingur sem sigrað hefir oftast á Íslandsmótinu eða alls 7 sinnum.

Verðlaunabikarinn er verðlaunagripur sem Björgvin hlaut fyrir fyrsta sigur sinn á Íslandsmóti árið 1971.

Björgvin tók þátt í 56 Íslandsmótum þar af 55 mótum í röð, sem er met.

Logi er sá þriðji, sem hlýtur Björgvinsskálina en áður hafa hafa hana hlaotið: Arons Snær Júlíusson GKG (2021) og Kristján Þór Einarsson, GM (2022).

Í aðalmyndaglugga: Logi Sigurðsson. Mynd: GSÍ