Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2013 | 22:45

Íslandsbankamótaröðin (3): Úrslit í stúlknaflokki eftir 2. dag

Í dag fóru fram 16 manna úrslit á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, Íslandsmóti unglinga í holukeppni.

Úrslitin urðu eftirfarandi í 16 manna keppninni í stúlknaflokki 17-18 ára:

Þannig var í stúlknaflokki að 5 efstu stúlkurnar úr höggleikskeppni gærdagsins sátu hjá en það voru Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG; Særós Eva Óskarsdóttir, GKG; Anna Sólveig Snorradóttir, GK; Helga Kristín Einarsdóttir NK. og Bryndís María Ragnarsdóttir, GK.

Það fóru því aðeins fram 3 leikir í 16 manna úrslitum stúlkna

Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, NK – Elínóra Guðlaugsdóttir, GS 4&3

Helena Kristín Brynjólfsdóttir, GKG – Jónína Guðbjörg Guðmundsdóttir, GHD 4&3

Hrafnhildur Guðjónsdóttir, GO – Stefanía Elsa Jónsdóttir, GA 1&0

Í 8 manna úrslitum fóru leikar svo í stúlknaflokki 17-18 ára:

Gunnhildur Kristjtánsdóttir, GKG – Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, GKG 5&4

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG – Helga Kristín Einarsdóttir, NK 3&2

Anna Sólveig Snorradóttir, GK – Jónínu Björg Guðmundsdóttur, GHD 8&6

Bryndís María Ragnarsdóttir, GK – Hrafnhildi Guðjónsdóttur, GO 4&2

Þessar stúlkur mætast því í 4 manna úrslitum á morgun:

Gunnhildur Krisjtánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Gunnhildur Krisjtánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG mættast í 4 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni á morgun! Mynd: Golf 1

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG  mætir klúbbfélaga sínum Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG.

Anna Sólveig Snorradóttir GK, sigurvegari Securitas mótsins varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í fyrra á Eimskipsmótaröðinni. Mynd: gsimyndir.net

Anna Sólveig Snorradóttir GK, sigurvegari Securitas mótsins varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í fyrra á Eimskipsmótaröðinni. á Leirdals velli Spurning hvað hún gerir á morgun? Mynd: gsimyndir.net

Anna Sólveig Snorradóttir, GK mættir einnig klúbbfélaga sínum Bryndísi Maríu Ragnarsdóttur, GK.

Bryndís María Ragnarsdóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net

Bryndís María Ragnarsdóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net