Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 17:45

Íslandsbankamótaröðin (3): Ragnhildur Kristinsdóttir er Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki

Það er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem varð Íslandsmeistari í holukeppni stúlkna í dag á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.

Birta Dís Jónsdóttir, GHD, varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1

Birta Dís Jónsdóttir, GHD, varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1

Ragnhildur hafði betur í viðureign sinni við Birtu Dís Jónsdóttur, GHD, sigraði með minnsta mun 1&0.

Helga Kristín Einarsdóttir, NK varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni 2014 í stúlknaflokki. Mynd: Golf 1

Helga Kristín Einarsdóttir, NK varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni 2014 í stúlknaflokki. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti varð Helga Kristín Einarsdóttir, NK, en hún sigraði viðureign sína við Karenu Ósk Kristjánsdóttur, GR.

Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR, varð í 4. sæti í stúlknaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR, varð í 4. sæti í stúlknaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1

Viðureign Helgu Kristínar og Karenar Ósk fór 3&2.

Í undanúrslitum sigraði Birta Dís, Karenu Ósk 5&4 og Ragnhildur vann Helgu Kristínu 4&3.