Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2019 | 23:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (4): Elías Ágúst sigraði í strákaflokki

Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Jaðarsvelli dagana 19.-21. júlí. Mótið var það fjórða á keppnistímabilinu á stigamótaröð unglinga og lauk því nú fyrr í dag.

Leikfyrirkomulagið er höggleikur, 18 holur á dag. Í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs voru leiknar 54 holur en 36 holur í öðrum flokkum.

Alls voru 116 keppendur skráðir til leiks. Þeir komu frá 12 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir frá GKG eða 26 og GR var með 24 keppendur. Akureyringar vour fjölmennir á heimavelli með 16 keppendur og GK með 14.

GKG 26
GR 24
GA 16
GK 14
GM 12
GL 8
GSS 4
GOS 4
GS 3
NK 3
GH 1
GFB 1

Í strákaflokki 14 ára og yngri sigraði Elías Ágúst Andrason, GR, en sigurskorið var 7 yfir pari, 149 högg (76 73). Í 2. sæti varð Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG á 9 yfir pari, 151 höggi (75 76) og í 3. sæti varð Veiðar Heiðarsson, GA á 13 yfir pari, 155 höggum (78 77).

Sjá má öll úrslit í strákaflokki 14 ára og yngri hér að neðan:

1 Elías Ágúst Andrason GR 5 2 F 7 76 73 149
2 Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 4 5 F 9 75 76 151
3 Veigar Heiðarsson GA 6 6 F 13 78 77 155
4 Skúli Gunnar Ágústsson GA 7 9 F 15 77 80 157
5 Markús Marelsson GKG 5 5 F 16 82 76 158
6 Guðjón Frans Halldórsson GKG 8 14 F 29 86 85 171
7 Eyþór Björn Emilsson GR 11 15 F 30 86 86 172
8 Hjalti Jóhannsson GK 14 15 F 31 87 86 173
9 Halldór Viðar Gunnarsson GR 12 19 F 33 85 90 175
10 Fannar Grétarsson GR 14 15 F 34 90 86 176
11 Tristan Freyr Traustason GL 18 16 F 36 91 87 178
12 Kári Kristvinsson GL 12 19 F 37 89 90 179
13 Snævar Bjarki Davíðsson GA 16 19 F 39 91 90 181
14 Hjalti Kristján Hjaltason GR 13 20 F 41 92 91 183
15 Tryggvi Jónsson GR 16 36 F 59 94 107 201
16 Kristófer Magni Magnússon GA 24 25 F 63 109 96 205
17 Oddgeir Jóhannsson GK 20 35 F 68 104 106 210
18 Tómas Bjarki Guðmundsson GSS 24 25 F 69 115 96 211