Sigurlaug Rún til hægri á mynd
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2015 | 08:30

Íslandsbankamótaröðin 2015: Sigurlaug Rún efst e. 1. dag í flokki 17-18 ára

Það er stúlka sem er efst yfir alla keppendur eftir 1. keppnisdag á Íslandsbankamótaröðinni, sem hófst í gær.

Það er Sigurlaug Rún Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Glæsilegt hjá Sigurlaugu Rún!!!

Sigurlaug Rún lék 1. hring á 72 höggum.

Í 2. sæti eru 4 keppendur allt piltar: Hlynur Bergsson og Hákon Örn Magnússon úr GR; klúbbfélagi Sigurlaugar Rún úr Golfklúbbnum Keili, Vikar Jónasson, sem búinn er að standa sig frábærlega undanfarið á opnum mótum og  Björn Óskar Guðjónsson úr GM.   Allir léku þeir á 74 höggum.

Sjá má stöðuna í flokki 17-18 ára með því að SMELLA HÉR: