Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2011 | 08:30

Ian Poulter efstur á JB Were Australian Masters eftir 2. dag

Ian Poulter heldur forystu sinni á Australian Masters. Hann var á 68 höggum og er samtals búinn að spila á -9 undir pari þ.e. 133 höggum (65 68). Það eru eintómir Ástralar í næstu sætum: Matthew Giles í 2. sæti og Ashley Hall í 3. sæti, en þeir eru 2 og 3 höggum á eftir Poulter.

Geoff Ogilvy er búinn að mjaka sér í 4. sætið, sem hann deilir ásamt 5 löndum sínum. Hann spilaði á 66 höggum í dag og er samtals-5 undir  á 137 höggum (71 66).

Til að sjá stöðuna á JB Were Australian Masters smellið HÉR: