Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2014 | 18:00

Hver sigrar Opna breska í ár? Spá unglinganna

Hér fer spá einhverra okkar bestu golfunglinga, um hver sigri á Opna breska í ár.  Svörin birtast í þeirri tímaröð sem þau sendu inn svörin.

Lagðar voru 4 spurningar fyrir þá:

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líklegast að sigri á Opna breska?

2 Hver sigrar á Opna breska í ár?

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár  á óvart?

4. Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska?

Hér koma svörin:

Gísli Sveinbergsson, GK. 

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líklegast að sigri á Opna breska? Þeir sem eru líklegastir eru Adam Scott,  Rory Mcilroy,  Justin Rose,  Tiger Woods og Rickie Fowler.

2. Hver sigrar á Opna breska í ár?  Adam Scott sigrar.

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart?  Úrslitin koma ekki á óvart í ár.

4. Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska? Rickie Fowler á eftir að standa sig best.

 

Kristófer Karl Karlsson, GKJ. 

Kristofer Karl Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1

Kristofer Karl Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líklegast að sigri á Opna breska?  Rickie Fowler,  Henrik StensonRory McilroyIan Poulter og Jordan Spieth.

2. Hver sigrar á Opna breska í ár? Rickie Fowler.

3.  Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart?  Held ekki. Rickie er orðinn mjög góður og það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi vinna.

4.  Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska? Rickie Fowler og svo Jordan Spieth.

 

Birgir Björn Magnússon, GK. 

Birgir Björn Magnússon, GK, Mynd: Golf 1.

Birgir Björn Magnússon, GK, Mynd: Golf 1.

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líklegast að sigri á Opna breska? Keegan Bradley, Patrick Reed, Tom Watson, Victor Dubison og Dustin Johnson

2. Hver sigrar á Opna breska í ár? Keegan Bradley mun sigra…

3. … sem mun ekki koma neinum á óvart.

4. Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska?  Bandarísku kylfingarnir munu hafa mikla yfirburði í þessu móti, en Keegan Bradley mun standa sig best af öllum.

 

Birkir Orri Viðarsson, GS:

Birkir Orri Vigfússon, ásamt kylfusveini. Hann varð í 2. sæti í Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014, í strákaflokki. Mynd: Golf 1

Birkir Orri Viðarsson, ásamt kylfusveini. Hann varð í 2. sæti í Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014, í strákaflokki. Mynd: Golf 1

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líklegast að sigri á Opna breska?  Ég tel að Rickie Fowler, Rory Mcilroy, Adam Scott, Bubba Watson eða Tigerinn vinni þetta.

2. Hver sigrar á Opna breska í ár? Rory McIlroy mun taka þetta.

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart? Ég tel að úrslitin muni koma mörgum á óvart.

4 . Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska?   Ég held að Rickie Fowler muni verða efstur af bandarísku kylfingunum.

 

Henning Darri Þórðarson, GK:

Henning Darri Þórðarson, GK. Mynd: Golf 1

Henning Darri Þórðarson, GK. Mynd: Golf 1

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líklegast að sigri á Opna breska?  Justin Rose.

2. Hver sigrar á Opna breska í ár? Tiger eða Henrik Stenson. 

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart? Já.

4 . Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska?  Tiger Woods.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. 

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líklegast að sigri á Opna breska? Ég hef alltaf haft trú á Tiger, þótt hann sé nú ekki líklegur. Justin Rose gæti alveg gert eitthvað, Jordan Spieth er aggresive leikmaður og er bara alltaf líklegur; Sergio Garcia veit sitt fag Ian Poulter gerir eitthvað í þessu móti, en hann mun því miður, fyrir hann, ekki vinna.

2. Hver sigrar á Opna breska í ár?  Ef ég ætti að velja einn úr þessum hóp til að sigra Opna breska, þá myndi ég skjóta á Justin Rose, þar sem hann vann Opna skoska fyrir viku síðan.

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart? Nei, ég held ekki, en þetta verður mjög jafnt mót.

4. Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska? Ég hef trú á því að Tiger verði í topp 10.

Tumi Hrafn Kúld, GA. 

Tumi Hrafn Kúld, GA, Íslandsmeístari í holukeppni í piltaflokki 22. júní 2014. Mynd: Golf 1

Tumi Hrafn Kúld, GA, Íslandsmeístari í holukeppni í piltaflokki 22. júní 2014. Mynd: Golf 1

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líklegast að sigri á Opna breska? Keegan Bradley, Phil Mickelson, Rory Mcilroy, Adam Scott og Tiger Woods eru líklegastir að mínu mati.

2. Hver sigrar á Opna breska í ár?   Adam Scott á eftir að vinna þetta.

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart? Ég held að þau komi ekki á óvart, sá sem leiðir eftir fyrsta daginn hann vinnur þetta.

4. Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska? Phil Mickelson mun standa sig best.

Ævarr Freyr Birgisson, nýkrýndur Akureyrarmeistari þ.e. klúbbmeistari GA. 

Ævarr Freyr Birgisson, klúbbmeistari GA 2014. Mynd: GA

Ævarr Freyr Birgisson, klúbbmeistari GA 2014. Mynd: GA

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líktlegast að sigri á Opna breska? Adam Scott, Phil Mickelson, Justin Rose, Rory McIlroy og Zach Johnson. 

2. Hver sigrar á Opna breska í ár? Adam Scott.

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart? Nei ekkert gríðarlega.

4. Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska? Phil Mickelson.

Ingvar Andri Magnússon, klúbbemeistari GR í sínum aldursflokki.

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líktlegast að sigri á Opna breska? Sergio Garcia,  Rickie Fowler,  Henrik Stenson, Rory Mcilroy og Justin Rose.

Hver sigrar á Opna breska í ár? Ég held að Rory Mcilroy taki þetta.

Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart? Já það er enginn öruggur sigurvegari og alltaf einhverjir sem koma á óvart.

Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska? Ég hugsa að það verði Rickie Fowler.

 

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG.

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: GÚ

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: GÚ

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líktlegast að sigri á Opna breska?  Tiger Woods, Rory McIlroy, Adam Scott, Jordan Spieth og Henrik Stenson.

2. Hver sigrar á Opna breska í ár? Tiger Woods.

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart? Nei, held að það verði einhver af toppkylfingunum, sem taki þetta í ár.

4. Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska? Tiger Woods.

 

Kristín María Þorsteinsdóttir, GKJ.

Kristín María Þorsteinsdóttir, GKJ. Mynd: Golf 1

Kristín María Þorsteinsdóttir, GKJ. Mynd: Golf 1

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líktlegast að sigri á Opna breska?  Rory McIlroy, Adam Scott,  Matteo ManasseroJustin Rose,  Henrik Stenson.

2. Hver sigrar á Opna breska í ár? Justin Rose.

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart? Ég held að það verði ekki óvænt úrslit á mótinu, líklega vinnur einhver þekktur kylfingur. Mótið gæti samt orðið spennandi, völlurinn er fljótur að refsa ef menn gera mistök. Veðrið getur líka haft áhrif og því eiga flestir eftir að tapa höggum.

4. Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska? Tiger Woods.

Alexandra Eir Grétarsdóttir, þrefaldur klúbbmeistari kvenna í GOS.

Alexandra Eir Grétarsdóttir, GOS. Mynd: Í einkaeigu

Alexandra Eir Grétarsdóttir, klúbbmeistari kvenna í  GOS. 2014 Mynd: Í einkaeigu

1. Nefndu 5 kylfinga sem þú telur líklegast að sigri á Opna breska? Tiger Woods, Justin Rose, Rory Mcllroy, Adam Scott og Sergio Garcia.

2. Hver sigrar á Opna breska í ár? Adam Scott á eftir að vinna þetta.

3. Koma úrslitin á Opna breska í ár á óvart? Úrslitin eiga ekki eftir að koma á óvart, því Adam er mjög góður og stöðugur spilari.

4. Hvaða kylfingur stendur sig best af þeim 56 bandarísku kylfingum, sem þátt taka í Opna breska? Tiger.