Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2011 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Sergio Garcia? 2/3 grein

Töpuð tækifæri á risamótum

Snemma árs 2007 varð Sergio García fyrir mikilli gagnrýni þegar hann spýtti í bikarinn á WGC-CA Championship eftir þrípútt. Eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á tveimur fyrstu risamótum ársins 2007, þá gekk betur á Opna breska, sem er uppáhaldsrisamót Sergio af  risamótunum 4 … á Carnoustie linksaranum. Hann var í forystu þrjá fyrstu daga mótsins og var með 3 högga forystu fram yfir Steve Stricker og 6 högga forystu yfir afganginn af keppendum í byrjun 4. dags. Snemma á 4. degi jók hann m.a. forystu sína í 4 högg en svo fékk hann skolla á 5., 7. og 8. holu brautarinnar, sem  færði hann aftar á skortöflunni. Á síðustu holunni þurfti Sergio bara par til þess að sigra en þurfti aukahögg til að komast upp úr flatarglompu. Fyrsta púttið hefði tryggt honum fyrsta risamótssigur hans. En hann missti af því í umspili við Pádraig Harrington og tapaði síðan með 1 höggi.  Hann sló bolta sinn í pinnann á par-3, 16. brautinni, þar sem umspilið fór fram og boltinn lenti 7 metra frá pinna. Honum tókst síðan ekki að setja púttið niður fyrir fugli. Á PGA Championship þetta sama ár, 2007 var honum vísað úr móti fyrir að skrifa undi rangt skorkort eftir 3. hring. Þann 11. maí 2008 sigraði Sergio The Players Championship á PGA Tour í umspili við Paul Goydos. Á fyrstu holu umspilsins, 17. brautinni sló Goydos með pitch, en boltinn náði ekki flöt, lenti nokkrum sentimetrum frá í vatn, meðan Sergio setti boltann sinn í sandglompu u.þ.b. meter frá holu. Goydos fékk skramba en Sergio Garcia par og vann mótið.

 

Meira af „risa“pirringi

Á PGA Championship 2008, sem spilað var á suðurvelli Oakland Hills Country Club missti hann naumlega af því að sigra fyrsta risamótið sitt aftur. Eins og á Opna breska 2007, var það Pádraig Harrington, sem tókst að saxa á forystu Garcia og sigra. Sergio Garcia var 2 höggum á eftir Harrington og 2. sætið á risamóti í 2. skipti staðreynd. Verstu mistök hans á lokahringnum var að vanmeta 2. höggið á 16. braut, en sterkur vindur var sem var til þess að bolti hans sveigði í vatnshindrun fyrir framan flöt þessarar par-4 braut, sem kostaði hann forystuna.  Um þessi önnur risamótsvonbrigði sín sagði Sergio Garcia: „Mér fannst ég spila vel og var mjög góður á seinni 9 en hlutirnir bara fóru svona.“

 

Það sem Sergio hefir komist hæst á heimslistanum

Þann 26. október 2008 vann Sergio í fyrsta sinn á Evróputúrnum  í 3 ár, þegar hann spilaði á Castelló Masters Costa Azahar á heimavelli sínum Club de Campo del Mediterráneo í Castellón á Spáni. Með þessum sigri varð hann nr. 3 á heimslistanum. Hann tileinkaði sigur sinn landa sínum Seve Ballesteros, sem var að jafna sig eftir margar skurðaðgerðir vegna heilaæxlisins, sem hann barðist þá við. Sergio vann á HSBC Champions árið 2008 í umspili við Oliver Wilson. Með þessum sigri komst hann í 2. sæti á heimslistanum og velti Phil Mickelson úr því sæti, sem hafði sigrað á HSBC Champions 2007. Sergio García græddi meiri pening en nokkur annar kylfingur árið 2008, $6,979,959 í 26 mótum.

 

Lægðin og hlé frá spilamennsku

Eftir frábæran árangur 2008 átti García keppnistímabil vonbrigða 2009, var sjaldan í úrslitum og lauk keppni 74. á PGA Tour peningalistanum. Hann átti meiri velgengni að fagna á Evróputúrnum þar sem hann varð 10. í fyrsta Race to Dubai. Lægð hans í golfinu hélt áfram 2010 og eftir PGA Championship tilkynnti García að hann ætlaði að taka sér hlé frá golfinu og ætlaði ekk að taka þátt í Ryder Cup.  Hann féll af topp-50 á heimslistanum. Helsta ástæða slæms gengis hans voru púttin, golfhögg hans voru meðal þeirra bestu í heiminum.  Þann 29. ágúst 2010 tilkynnti fyrirliði liðs Evrópu, Colin Montgomerie að García yrði annar aðstoðarfyrirliði sinn í Celtic Manor.