Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Gordon Sargent (8/10)
Gordon Sargent er ungur, verður 20 ára á árinu 2023.
Hann er í Vanderbilt háskólanum og sem stendur nr. 1 á heimslista áhugamanna.
Hann var nýliði ársins á NCAA árið 2022, ári eftir að hafa verið valinn besti karlkylfingur í menntaskóla (highschool) í Bandaríkjunum árinu áður.
Scott Limbaugh þjáfari Vanderbilt segir að boltahraði Sargent sé að meðaltali u.þ.b. 185-187 mílur á klst (297 -301 km/klst), sem setur hann meðal bestu 10 á PGA Tour. En það að hann sé með orðum Limbaugh „crazy long“ af teig leiðir til þess að menn líta fram hjá frábæru stuttu spili þessa unga og upprennandi kylfings.
„Ég held að það sem skilur hann frá öðrum er hæfni hans til að koma boltanum í holuna,“ sagði aðstoðarþjálfi Vanderbilt, Gator Todd, m.a. um Sargent og hann sagði einnig um Sargent að hann væri „einn af mest skipulögðu 19 ára kylfingum sem ég hef verið í kring um innan og utan vallar.“
„Hann er alltaf með plan þegar hann æfir“ bætti Todd við „Það er tilgangur í öllu.“
Sargent er þegar kominn með 10 stig af 20, sem þarf til þess að komast í hraðmeðferð háskólanema á PGA Tour (PGA TOUR U Accelerated presented by Velocity Global). Þetta er 2. mesti stigafjöldi nokkurs háskólanema.
Jafnvel þótt Sargent takist að ná 20 stigum hefir hann engin plön. um að hefja að spila á PGA Tour strax – hann ætlar að njóta háskólaáranna.
Sargent hefir verið boðið að taka þátt í Masters risamótinu, sem fram fer 6.-9. apríl n.k., skv. sérstöku boði en hann hefir ekki rétt á þátttöku í mótinu að neinu öðru leyti en því, trú forsvarsmanna Augusta National að hann eigi heima meðal þeirra bestu í heimi.
Gordon Sargent er sko kylfingur, sem gaman verður að fylgjast með!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024