Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2011 | 09:00

Hugmyndir að jólagjöfum handa kylfingum

S.l. sunnudag var 1. í aðventu. Ekki á morgun heldur hinn er mikil gleði hjá yngri kynslóðinni þegar hún fær að opna 1. gluggann á jóladagatölunum eða 1. pakkann eins og er venjan á pakkadagatölum. Svo fara jólasveinarnir að koma til byggða einn af öðrum, þó sumir hafi þegar villst til að koma s.s. var í fréttum nýlega.

Já, jólin nálgast óðum og margir eru farnir að huga að jólagjöfum. Ein skemmtileg hugmynd að jólagjöf er á  heimasíðu Hissa.is (sjá m.a. tengil á forsíðu Golf 1 – sjá hægra megin á forsíðu á eftir veðri á golfvöllum)… en það er golfderhúfa með ljósi, sem er góð við ýmsar aðstæður; t.d. golfleik í myrkri sbr. glóboltagolfmót sem haldin hafa verið hér, til þess að lesa golfbók þegar rafmagnið fer úr sambandi eða í öðrum tilgangi t.d. við veiðar o.fl. o.fl  aðstæður sem hugsa mætti sér. Sjá mynd af ljósaderhúfunni hér fyrir neðan:

 

Golf Digest hefir loks  líka tekið saman lista með nokkrum hugmyndum að jólagjöfum handa kylfingum, sem sjá má með því að smella hér: JÓLAGJAFAHUGMYNDIR HANDA KYLFINGUM – GOLF DIGEST