Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 10:15

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 2

Hér fer 2. grein af 8, þar sem golffréttamenn Golf Digest rifja upp kynni sín af Lorenu Ochoa. Lorena eignaðist fyrsta barn sitt s.l. fimmtudag, 8. desember 2011, sem þegar hefir hlotið nafnið Pedro Conesa og hætti kepppnisgolfi til þess að geta helgað sig fjölskyldunni. Hér fer grein nr. 2:

Forverarnir dást að henni (Lorenu Ochoa)

eftir Billy Fields

„Það er ekki bara að Lorena Ochoa hafi virðingu samtímamanna sinna heldur einnig þeirra, sem þykja meðal þeirra bestu allra tíma á LPGA . Fyrir 2 árum þegar Ochoa hafði sigrað á 4 mótum í röð, hafði ég þá ánægju að fá að taka viðtal við Mickey Wright (sem á að baki 82 sigra á LPGA) og Kathy Whitworth (sem hefir sigrað flest allra 88 sinnum á LPGA) og fá þeirra sjónarhorn.  Það var augljóst hversu ánægðar þær báðar voru með að Ochoa skyldi vera á toppnum, sem þær voru svo oft á, á undan henni. Þeim líkaði við einstaklingsbundnu sveiflu hennar með höfuðrykknum („Ég vona bara að hún gefi hana ekki upp á bátinn,“ sagði Wright) og gjafmilds persónuleika hennar („Hún gerir bara allt nákvæmlega allt rétt,“ sagði Whitworth).

Frábærir golfmeistarar (sem Wright og Whitworth eru) vita meir en nokkur annar hvað eftirkomendur þeirra ganga í gegnum. Jafnvel þótt Lorena væri geislandi sem sólin allt árið 2008 þá veit Wright betur en nokkur önnur um byrðar þess að vera sú besta. „Pressan að vera að keppa til úrslita í hverri viku er tilfinningalega slítandi,“ sagði hún „Hún ber það alls ekki með sér, en ég veit hversu slítandi það er.  Þetta er ekki svo mikið líkamlegi þátturinn. Þetta er meira sá tilfinningalegi.“

„Hún er frábær kylfingur og frábær stúlka,“ sagði Whitworth síðan. „Þetta er allt annar díll heldur en þegar við spiluðum. Það á við um svo margt, en það verður gaman að fylgjast með ferli hennar (Lorenu).“

Hvort sem ferill Ochoa er liðinn eða bara í biðstöðu þá getur hún verið ánægð með að hún ávann sér hrifningu þeirra allra bestu.“