Strandarvöllur á Hellu að vori. Mynd: Golf1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2011 | 14:00

Horft til baka yfir íslenska golfsumarið 2011 – Lancôme kvennamótið 2011 á Hellu – 7. maí 2011 – Úrslit og myndasería

Hér á næstu dögum verður í máli og myndum farið yfir íslenska golfsumarið 2011.  Golf 1 hefir verið starfandi frá því snemma í vor, þótt  Golf 1 golffrétta-vefsíðan hafi ekki farið í loftið fyrr en s.l. sunnudag, 25. september. Fjölmargir íslenskir kylfingar hafa orðið varir við ljósmyndara Golf 1, sem farið hefir á hin ýmsu golfmót í vor og sumar og tekið myndir af þeim.  Hér birtast loks myndirnar, sem og upprifjun á úrslitum mótanna.

Nr. 1: Lancôme kvennamótið – 7. maí 2011

Mikil hefð er komin fyrir Lancôme kvennamótinu, sem fram fór að Hellu, nú í vor, 7. maí 2011, þ.e. á dánardægri golfgoðsagnarinnar Seve Ballesteros. Mótið var fyrsta kvennamót ársins og sem fyrr, fjölmennt. Í vor var spilað á Strandarvelli í blíðskaparveðri og tóku 85 konur þátt að þessu sinni. Keppt var í 3 forgjafarflokkum:

   1. fl. forgj. 0 – 14
2. fl. forgj. 14,1 – 25
3. fl. forgj. 25,1 – 36

Heildverslunin Terma ehf. styrkti mótið af mikilli rausn og voru t.a.m. 5 skorkortaverðlaun, sem dregið var um í lok móts ekki undir kr. 15.000,- að verðmæti hver.  Teiggjafir voru líka glæsilegar, eigulegt lítið flauelssnyrtiveski, sem í voru ilmvatn og varalitur, þannig að segja má að allir þátttakendur hafi farið út í vorið, sigurvegarar!

María Málfríður Guðnadóttir, GKG, tekur hér við verðlaunum sínum á Lancôme-mótinu 2011.

Keppt var í 3 flokkum og urðu úrslit þessi:

1. flokkur

1.sæti  María Málfríður Guðnadóttir, GKG, 41 pkt

2.sæti  Guðrún Ágústa Eggertsdóttir, GK, 38 pkt.

3.sæti  Þórdís Geirsdóttir, GK, 32 pkt.

 

2. flokkur

1.sæti Sigrún Eddda Jónsdóttir,  NK , 36 pkt.

2.sæti  Inga Dóra Konráðsdóttir, GO, 36 pkt.

3.sæti  Kristín Magnúsdóttir,   GR,  35 pkt.

 

3. flokkur

1.sæti  Lilja Elísabet Garðarsdóttir,  GO, 35 pkt.

2.sæti Edda R. Erlendsdóttir,  GOB , 35 pkt.

3.sæti  Anna Rósa Sigurgeirsdóttir, GO,  34 pkt.

 

Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 brautum, en þau hlutu:

2.braut  Helga Gunnarsdóttir,  GK,  6.60 mtr

4.braut  Anna Rósa Sigurgeirsdóttir , GO, 1.77 mtr

8.braut  Anna Snædís Sigmarsdóttir,  GK , 2,54 mtr

11.braut  Þórdís Geirsdóttir,  GK,  2.64 mtr

13.braut  María M. Guðnadóttir,  GKG, 0.87 mtr.

 

Til að sjá myndir úr mótinu smellið hér: MYNDASERÍA LANCÔME 2011