Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2011 | 17:30

Hollis Stacy, 57 ára, fær inngöngu í frægðarhöll kylfinga 2012

Tilkynnt var í dag að hin 57 ára gamla Hollis Stacy hlyti inngöngu í frægðarhöll kylfinga á næsta ári.  Golf 1 fjallaði um frægðarhallarkylfinginn verðandi Hollis Stacy í grein í 6. október s.l. sem lesa má með því að smella HÉR:

Hollis líkir upptöku sinni í frægðarhöllina við leikinn Monopoly. Hún sér fyrir sér að hver risamótasigur hennar (en hún á að baki 4; m.a. 3 á US Women´s Open) sem hótel í þessu vinsæla spili.

Hún fékk ekki inngöngu á grundvelli punkta heldur sem gamalreyndur kylfingur (ens. veteran). Hún hélt sjálf að þetta myndi aldrei gerast eða yrði nokkuð sem 83 ára gömul móðir hennar, Matthilda, ætti eftir að upplifa.

„Ég þvingaði sjálfa mig til að hugsa ekki um þetta,“ sagði Hollis, um það að ná ekki inn (í frægðarhöllina) á grundvelli punkta. „Vegna þess að það pirraði mig svolítið.“

„Ég er sjokkeruð, þetta er svolítið yfirþyrmandi og þetta er mér svo mikill heiður. Það er draumi líkast að verða hluti af frægðarhöllinni.“