Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2011 | 08:00

Heimsbikarinn: Ástralir – Brendan Jones og Richard Green enn í forystu eftir 2. dag … ásamt Rory McIlroy og Graeme McDowell

Ástralirnir Brendan Jones og Richard Green eru enn í forystu á Omega Mission Hills Heimsbikarsmótinu – skiluðu sér inn á 70 höggum í fjórmenningi 2. dags -en voru á glæsilegu 61 höggi í fjórboltanum í gær.

Sjá má skemmtilegt myndskeið af erni sem þeir Jones og Green náðu í nótt á par-5, 6. brautinni, þegar Jones náði inn á flöt í 2. höggi og Green setti niður u.þ.b. 4 metra pútt fyrir erni. Sjá má myndskeiðið því að smella hér: ÖRN Á 6. BRAUT

Jafnir Áströlunum í 1. sæti eru Mac-arnir norður-írsku – spiluðu á 68 höggum í dag en voru á 63 í gær. Skotarnir Stephen Gallacher og Martin Laird voru á  63 höggum í fjórboltaleik gærdagsins en á  69 höggum í fjórmenningnum í nótt og eru því í 3. sæti.

Hér má sjá myndskeið af viðtali við Graeme og Rory eftir 1. keppnisdag: RORY MCILROY OG GRAEME MCDOWELL Í VIÐTALI Á OMEGA MISSION HILLS HEIMSBIKARSMÓTINU

Til þess að skoða stöðuna í heild á Omega Mission Hills Heimsbikarsmótinu eftir 2. dag smellið HÉR: