Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2013 | 08:00

„Heiladauður“ Rory – ætlar e.t.v. að leita til sálfræðings

Skoskir fjölmiðlar eru ekkert að skafa af því, sbr. HÉR:  en þeir segja m.a. að Rory virki „heiladauður“ í Muirfield.  Þá með vísun til þess að hann var með 79 högg á 1. hring í gær á Opna breska.

Reyndar er bara verið að vísa í og snúa út úr nokkru sem Rory sagði sjálfur um sig en hann sagði m.a. eftir hringinn slæma: „Þetta er bara svo heiladautt. Mér finnst eins og ég hafa vafrað hér um þannig síðastliðna mánuði.  Ég er að reyna að komast út úr þessumf fasa.“

„Þetta hefir ekkert að gera með tækni. Þetta er bara andlegi hlutinn. Og svo þarf ég bara að einbeita mér, augljóslega.“

„Stundum finnst mér ég bara vera að ganga um meðvitundarlaus. Ég verð bara að reyna að hugsa meira. Ég er að reyna að vera með fókusinn í lagi og einbeita mér meira. Ég næ þessu bara ekki, þegar á þarf að halda og það er erfitt að standa hér uppi og segja ykkur hvað er raunverulega að.“

Svarið fyrir Rory virðist vera að fá tíma hjá Bob Rotella, íþróttasálfræðingnum fræga en m.a. Darren Clarke þakkaði Rotella sigurinn á Opna breska á Royal St. George, 2011.

„Þetta er mjög framandi tilfinning nokkuð sem ég hef aldrei fundið fyrir áður,“ sagði Rory um hugarfar sitt á golfvellinum. „Ég hef unnið með Bob (Rotella) áður svolítið. Og já, það gæti verið til bóta að hitta einhvern eins og hann aftur. Við sjáum til.“