Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 14:30

GR: Opna kvennamót Valitor og Saga Club Icelandair fer fram í Grafarholtinu n.k. sunnudag

Opna Kvennamót Valitor og Saga Club Icelandair verður haldið í Grafarholti sunnudaginn 12. ágúst. Mótið hefst kl. 09:00 af öllum teigum. Mæting kl.07:30, léttur morgunverður í boði.

Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 36. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins. Dregið verður úr fjórum skorkortum. Boðið er upp á kaffi og rúnstykki um morguninn og léttan málsverð að móti loknu.

Dagskrá:

Mæting kl. 07:30: Afhending skorkorta og teiggjafa.

Kl. 8:30: Setning móts: Farið yfir staðarreglur og keppnisfyrirkomulag.

Mótið hefst kl. 09:00 af öllum teigum.

Móti líkur kl. 14:30: Veitingar í boði Valitor og Icelandair Saga Club.

Verðlaunaafhending og dregið úr skorkortum kl. 15:00.

Verðlaun:

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni.

1. sæti: 200.000 Vildarpunktar.

2. sæti: Gisting í 2 nætur á Icelandair hóteli ásamt 2 x morgun og 1 x kvöldverði.

3. sæti: 30.000 króna Inneign frá Saga Shop.

Nándarverðlaun:

2. braut – 80.000 Vildarpunktar.

6. braut – 60.000 Vildarpunktar.

11. braut – Gisting á Icelandair hótelunum í eina nótt.

17. braut – 25.000 króna gjafabréf í Saga Shop.

Skorkort:

40.000 Vildarpunktar.

20.000 króna gjafabréf frá Saga Shop.

Árstíðarseðill fyrir tvo á VOX – vín innifalið.

Golfhringur fyrir fjóra á öllum völlum GR.

Inneign á VISA kortið 25.000 krónur.

Mótsgjald og skráning.

Til þess að skrá sig í mótið SMELLIÐ HÉR: 

ATH: rástímar á golf.is er eingöngu til að raða í holl.

Eingöngu handhafar Vildarkorta VISA og Icelandair geta skráð sig í mót.