Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2012 | 10:00

Golfútbúnaður: Cleveland Classic dræver

Cleveland Classic dræverinn, en hugmynd að honum má rekja til persimmontrjá drævera, er sameinar stíl og góða frammistöðu í einum og sama títaníum drævernum.

Cleveland Classic

Með einstaka hönnun á sóla og litaval sem á rætur að rekja til drævera horfinna daga þá er Classic dræverinn með dýpsta og stærsta kylfuandlit sem framleitt hefir verið af hálfu Cleveland til dagsins í dag. Hefðbundni perulaga prófíllinn sem sameinaður er  MaxCOR2 tæknis kylfuandlitinu veitir hámarks lengd þegar ekki er hitt í miðju kylfunnar. Ultralite tækni Cleveland hjálpar kylfingnum að ná aukinni lengd og kylfuhausshraða með sama sveifluátakinu.

Cleveland Classic dræverinn kemur í 3 mismunandi tegundum þökk sé Right Weight fitting hjá Cleveland.  Sérhvert módel er með mismunandi þyngd sem eykur tilfinningu og frammistöðu hvers kylfings.  Cleveland Classic 270 er 270 grömm að þyngd og er með  Miyazaki C. Kua 39 skafti fyrir hámarks kylfuhausshraða.  Classic 290 er  290 grömm að þyngd og kemur með  43 gramma gerð af Miyasaki C. Kua en þetta tvennt sameinað eykur lengd og nákvæmni. Að síðustu er Classic Tour  310 grömm að þyngd og er með Miyasaki Kusala Black 61 skaft, sem veitir nákvæmni líkt og á túrunum og vinnanleika (ens.: workability).