
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 10:30
Golfkúlur skornar út í listilegar jólakúlur
Þessi græna kúla væri flott á hvaða jólatré sem er, er það ekki?
Við fyrstu sýn gæti maður haldið að hún væri greypt í einhvers konar framandi stein eða kannski unnin í mjólkurgrænan jaði-stein.
En það er ekki einu sinni nálægt því. Þessi græna kúla er búin til úr innri kjarna golfbolta. Mintugræni liturinn (á kúlunni hér að ofan á myndinni) er sami litur og er á efni golfboltakjarnans, en hann er síðan skreyttur með gylltu, handmáluðu bandi.
Þeir sem hafa tréristu að áhugamáli hafa uppgötvað nýtt efni, sem eru innri kjarnar golfbolta, til þess að skera í allskyns falleg mynstur og endurnýta notaða golfbolta í jólakúlur. Þetta er iðja sem hlotið hefir nafnið „Golf Ball Carvings“ á ensku.
Sjá má mismunandi gerðir golfboltajólakúla á Sticks n´Stones og það er jafnvel búið að búa til facebook síðu fyrir þessa nýstárlegu gerð jólakúla: Golfboltar nýttir í jólakúlugerð Facebook
Enn ein sniðuga jólagjöfin fyrir þá sem eiga allt, eða hugmynd að skemmtilegri tómstundaiðju!
Heimild: Golf Girl´s Diary
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 00:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open