Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (28/2021)

Kylfingur vaknar úr dái á sjúkrahúsinu. Læknir stendur við rúmið og segir: „Gott, að þér líður betur.“

En ég verð bara að spyrja þig: „Þetta eru alvarleg beinbrot, glóðarauga á báðum, mar um allan líkamann, rifið milta.“

Hvar lentirðu eiginlega í svona miklum slagsmálum – Á bar, við glæpagengi, mafíuna, heila hersveit?

Maðurinn hristir höfuðið.

Nei, það hlýtur að hafa gerst þegar ég spilaði golf með konunni minni. Við vorum bara á erfiðri braut og slógum bæði boltana okkar á engi þar sem nokkrar kýr voru á beit. Við fórum að leita að boltunum okkar og ég sé eitthvað hvítt aftan í kú. Svo ég fer þangað, lyfti halanum á kúnni og sé lítinn golfbolta merktum konunni minni í afturendanum á dýrinu. Svo ég sný mér að konunni minni, held enn uppi halanum á kúnni og hrópa:

„Hey, hann lítur út eins og þinn“ Hvað gerðist næst man ég bara ekki.