Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (10/2021)

Þrátt fyrir mikla þoku fer holukepppni hugbúnaðarfyrirtækisins fram.

Á par-3 braut eiga tveir kylfingar eins hollsins frábær högg, en boltarnir hverfa strax í þokunni.

Fullir eftirvæntingar þjóta þeir að flötinni.

Annar boltinn er tveimur sentimetrum frá fánanum, hinn í holunni.

Því miður uppgötva þeir að hvorugur leikmannanna hefir merkt bolta sína.

Báðir segjast þeir spila með Dunlop DDH 110.

En það er ekki allt: Báðir boltarnir eru númer 3.

Þeir ákveða að hringja í dómarann til þess að fá hann til þess að kveða upp úr með hvað skuli gera.

Þegar dómarinn kemur, lítur hann stuttlega á boltana og segir síðan:

„Hvor ykkar spilar með hvíta boltanum og hvor með þeim gula?“