Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2011 | 14:00

Golfbrandari: Arnie, Nicklaus og Tiger hjá Guði

Af því að það er nú föstudagur og það er ekki seinna að vænna að segja svo sem einn brandara á þessu ári, sem er að líða, og vegna þess að það er afmælisdagur Tigers þá verður hér einn gamall Tigerbrandari látinn fjúka:

Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Tiger Woods standa við hlið Guðs á himnum. Guð lítur á þá og segir áður en ég hleypi ykkur inn verðið þið að segja mér hvað þið hafið lært af jarðvist ykkar og hvað þið trúið á?

Guð spyr Arnie fyrstan: „Á hvað trúir þú?“ Arnie hugsar sig um vel og lengi, lítur á Guð og segir: „Ég trúi á það að vinna hörðum höndum og vera trúr fjölskyldu minni og vinum. Ég trúi á það að gefa (fremur en þiggja). Ég var heppinn, en ég hef alltaf reynt að gera vel við aðdáendur mína.“

Guð getur ekki annað en séð hversu góður í grunninn Palmer er og býður honum sæti sér til vinstri handar. Guð snýr sér nú að Nicklaus og segir: „Á hvað trúir þú?“

Jack segir: „Ég trúi á það að ástríða, agi, hugrekki og heiður séu hornsteinar lífsins. Eins og Arnold trúi ég á að vinna mikið og ég eins og hann hef verið heppinn, en hvort sem ég tapa eða vinn hef ég reynt að vera sannur íþróttmaður bæði á og utan vallar.“

Guð var snortinn af mælsku Jack og bauð honum sæti sér til hægri handar.

Að síðustu snýr Guð sér að Woods og spyr: „Og þú Tiger, á hvað trúir þú?“

Svar Tiger: „Ég trúi því að þú sitjir í sætinu mínu!“