Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2013 | 15:55

GMac sigraði í Frakklandi

Það var Norður-Írinn Graeme McDowell, sem sigraði á Alstom Open de France mótinu, sem fram hefir farið undanfarna 4 daga á Le National golfvellinum í París.

McDowell spilaði á samtals 9 undir pari, 275 höggum (69 69 70 67) og var sko alls ekki á því að gefa mótið frá sér en hann leiddi fyrir lokahringinn og kom inn á glæsiskori í dag, 4 undir pari, 67 höggum, á hring þar sem hann fékk 5 fugla og 1 skolla.

Richard Sterne frá Suður-Afríku varð í 2. sæti, 4 höggum á eftir GMac, þ.e. á samtals 5 undir pari, 279 höggum (68 69 71 71).

„Heimamaðurinn“ Martin Kaymer deildi 13. sæti með 4 öðrum; var samtals á parinu og nr. 5 á heimslistanum, Matt Kuchar varð í 49. sæti sem hann deildi með 2 öðrum, en skor hjá hverjum þeirra var samtals 7 yfir pari.

Til þess að sjá úrslitin í Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR: