
Glendower golfvöllurinn í Suður-Afríku
Hér á Golf 1 fylgjumst við með Sólskinstúrnum suður-afríska, en margir af heimsins þekktustu kylfingum koma frá þessu einu syðsta ríki Afríku… kylfingar, sem eru í uppáhaldi hjá mörgum hér á norðlægari slóðum. Nægir þar að nefna menn á borð við Gary Player, Ernie Els, Louis Oosthuizen, Thomas Aiken, James Kingston og Lee Anne Pace.
Nú um helgina lauk BMG Classic mótinu, en 2 ár í röð hefir mótið verið haldið á Glendower golfvellinum nálægt Jóhannesarborg. Tilurð vallarins var sú að árið 1935 (um það leyti sem menn hér heima voru að stofna GR, elsta golfklúbb á Íslandi) tóku 10 bissnessmenn sig saman og keyptu býlið „Glendower” í þeim tilgangi að stofna klúbb. Enskur golfvallararkítekt, Hr. Allison var fenginn til þess að skipuleggja völlinn og suður-afrískur atvinnukylfingur A.F. Tomsett var fenginn til að byggja völlinn. Golfklúbburinn var stofnaður 7. mars 1937. Þannig voru gæði vinnunnar og hönnunarinnar að aðeins 2 árum eftir stofnunina var haldið stórt mót: The Transvaal Open Championship en sigurvegari mótsins var A.D. Bobby Locke, sem setti heimsmet á 4 hringjum þá, var á skori upp á samtals 265 högg (66 69 66 64).
Árið 1946 komu 40 atvinnukylfingar frá Suður-Afríku og Rhódesíu og spiluðu í móti upp á 100 pund, sem var mesta verðlaunafé sem sést hafði í móti á þessum slóðum í Suður-Afríku. Árið 1973 var lýst yfir að Glendower væri friðlýst náttúruverndarsvæði, vegna mikils og sérstaks fuglalífs á staðnum. Á 9. áratug síðustu aldar var allur völlurinn tekinn í gegn og m.a. allar flatir endurnýjaðar og endurbyggðar. Nýjar teigastaðsetningar voru teknar í gagnið og vatnshindrunum bætt við. Við breytingarnar varð völlurinn einn sá fegursti og mest krefjandi í Suður-Afríku. Sem stendur er völlurinn talinn vera sá besti í Gauteng og er talinn meðal 10 bestu í Compleat Golfer. Í Glendower hefir m.a. South African Open verið haldið þrívegis: 1987, 1993 og 1997. (Sjá úrslit í BMG Classic, haldið á Glendower 2011, hér á Golf 1 – eina golffréttamiðlinum á Íslandi, sem fylgist með golfi í Suður-Afríku!)
Loks má svo komast á heimasíðu Glendower með því að smella HÉR:
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum