Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2021 | 22:00

GKS: Ólína Þórey og Jóhann Már klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) fór fram dagana 8.-10. júlí 2021.

Í ár voru þátttakendur 23 og var keppt í 4 flokkum.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, klúbbmeistari GKS 2018-2021 – Árið 2017 var ekkert meistaramót hjá GKS.

Klúbbmeistarar GKS 2021 eru þau Ólína Þórey Guðjónsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson. Þess mætti geta að þetta er 4. árið í röð sem Jóhann Már er klúbbmeistari GKS.

Þorsteinn Jóhannsson sigraði í 2. flokki karla.

Í nýliðaflokknum vann Snæbjörn Áki Friðriksson.

Mikill uppgangur er í golfi á Siglufirði og ef þið hafið ekki enn spilað nýja Siglo Golf völlinn er um að gera að bruna norður og spila hann!!!

Sjá má öll úrslit í meistaramóti Golfklúbbs Siglufjarðar hér að neðan: 

1. flokkur karla
1 Jóhann Már Sigurbjörnsson, 6 yfir pari, 222 högg (72 76 74)
2 Sævar Örn Kárason, 45 yfir pari, 261 högg (88 84 89)
3 Salmann Héðinn Árnason, 46 yfir pari, 262 högg (83 89 90)
4 Guðjón Marinó Ólafsson, 54 yfir pari, 270 högg (88 94 88)
5 Jón Karl Ágústsson, 60 yfir pari, 276 högg (90 92 94)

1. flokkur kvenna
1. Ólína Þórey Guðjónsdóttir, 65 yfir pari, 281 högg (100 88 93)
2 Jósefína Benediktsdóttir, 70 yfir pari, 286 högg (103 92 91)
3 Jóhanna Þorleifsdóttir, 127 yfir pari, 343 högg (108 115 120)

2 .flokkur karla
1 Þorsteinn Jóhannsson, 38 yfir pari, 254 högg (83 88 83)
2 Ólafur Þór Ólafsson, 52 yfir pari, 268 högg (97 81 90)
3 Brynjar Heimir Þorleifsson, 59 yfir pari, 275 högg (94 92 89)
T4 Sindri Ólafsson, 64 yfir pari, 280 högg (97 89 94)
T4 Sigurgeir Haukur Ólafsson, 64 yfir pari, 280 högg (94 93 93)
6 Guðmundur Stefán Jónsson, 68 yfir pari, 284 högg (99 88 97)
7 Stefán G Aðalsteinsson, 71 yfirpari, 287 högg (96 102 89)
8 Ólafur Haukur Kárason, 73 yfir pari, 289 högg (95 93 101)
9 Ólafur Björnsson, 86 yfir pari, 302 högg (102 96 104)
10 Skarphéðinn Sigurðsson, 92 yfir pari, 308 högg (113 95 100)
11 Ástþór Árnason, 96 yfir pari, 312 högg (102 106 104)
12 Jón Sigurmundsson, 111 yfir pari, 327 högg (112 114 101)
13 Hilmar Þór Halldórsson, 118 yfir pari, 334 högg (109 111 114)
14 Árni Geir Bergsson, 126 yfir pari, 342 högg (120 119 103)

Nýliðaflokkur
1. Snæbjörn Áki Friðriksson, -32 p, 22 punktar (10 5 7)