Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2012 | 21:00

GKG: Örn Bergmann Úlfarsson sigraði á Atlantsolía Open – myndasería

Í dag fór fram á Leirdalsvelli Opna Atlantsolíumótið.  Þetta er fjórða árið sem þetta glæsilega móti er haldið en leikfyrirkomulagið er punktamót með forgjöf. Hámarksforgjöf var 24 hjá körlum og 36 hjá konum. Þátttakendur voru 163 og 148 luku keppni.

Sjá má myndaseríu úr mótinu með því að smella hér: ATLANTSOLÍA OPEN 19. MAÍ 2012

Atantsolía Open

Skemmtilegt dýralífið á íslenskum golfvöllum og Leirdalsvöllur engin undantekning en m.a. náðust myndir af rjúpu og íslenska hestinum í þessari myndatöku af mótinu.

Eins var skemmtilegt að þegar ljósmyndara Golf 1 bar að 14. braut Leirdalsvallar voru þar að leik þeir Steingrímur Hjörtur Haraldsson og Sigurður Óli Sumarliðason, báðir í GR, sem báðir fengu örn á holuna!

F.v.: „Eaglebræður" þeir Steingrímur og Sigurður Óli á Atlantsolíu Open í dag. Mynd: Golf 1.

Verðlaun voru veitt fyrir 5 efstu sætin í punktakeppninni, auk nándarverðlauna og eins var dregið úr skorkortum við verðlaunaafhendingu. Jafnframt var boðið upp á súpu og brauð við lok hrings.

Ingunn Einarsdóttir, GKG, stóð sig best af konunum í Opna Atlantsolíu mótinu. Mynd: Golf 1

Helstu úrslit urðu annars þessi: 

1. sæti Örn Bergmann Úlfarsson, GR, 44 pkt.  Hann hlaut í verðlaun dælulykil með 60.000 kr. inneign.

2. sæti Ólafur Erick Ólafsson Foelsche, GKG, 41 pkt. Hann hlaut í verðlaun dælulykil með 40.000 kr. inneign.

3. sæti Óttar Helgi Einarsson, GKG, 40 pkt. Hann hlaut í verðlaun dælulykil með 20.000 kr. inneign.

4. sæti Ingunn Einarsdóttir, GKG, 39 pkt. Hún hlaut í verðlaun dælulykil með 15.000 kr. inneign.

5. sæti Tómas Magnús Þórhallsson, 38 pkt. Hann hlaut í verðlaun dælulykil með 10.000 kr. inneign.
Nándarverðlaun voru veitt á fjórum par 3 holum:  (Verðlaunahafar verða færðir inn um leið og upplýsingar berast)

hola 2 10.000kr úttekt í Golfbúðinni, Hafnarfirði
hola 4 Gjafabréf f. 2 á Hamborgarafabríkunna
hola 13 Dekur í Hreyfingu og Blue Lagoon Spa f.2
hola 17 50 ltr Eldsneytisúttekt