Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2012 | 10:30

GHR: Óskar Pálsson formaður GHR fór holu í höggi

Óskar Pálsson formaður GHR fór holu í höggi þann 16. maí s.l. á 13. holu á Strandarvelli í M-móti, sem er innanfélagsmót.

Óskar notaði 9 járn en brautin er 128 metra að lengd.

Þetta er í annað sinn sem Óskar fer holu í höggi, en síðast afrekaði hann ás árið 1992, þ.e. fyrir 20 árum.

Þá fór Óskar holu í höggi á  9. holu, sem er 11. hola í dag.

Golf 1 óskar formanni GHR, Óskari Pálssyni, innilega til hamingju með draumahöggið!!!