
Geoff Ogilvy leiðir á JB Were Australian Masters eftir 3. dag – spilaði á 63!
Það er heimamaðurinn Geoff Ogilvy, sem stal forystunni á JB Were Australian Masters úr höndum Ian Poulter í nótt, eftir að hafa komið inn á frábæru skori 63 höggum! Með þessu glæsiskori jafnar hann vallarmetið á Victoria golfvellinum í Melbourne, þar sem mótið fer fram. Ogilvy fékk glæsilegan örn á 1. holunni, sem er par-4, 9 fugla og 3 skolla á þessum frábæra hring. Samtals er Ogilvy búinn að spila á 200 höggum sléttum (71 66 63), samtals -13 undir pari og bætir sig með hverjum hring.
„Mér líður greinilega mjög vel hér á þessum golfvelli. Ég hef líklega spilað hérna meira en á nokkrum öðrum golfvelli í heiminum,“ sagði Ogilvy við fréttamenn eftir hringinn góða. „Það er alltaf gaman að koma aftur til Melbourne… sérstaklega til að spila hér.“
Ian Poulter er í fallinn í 2. sætið eftir að hafa leitt mótið á fyrri helmingi þess. Hann er nú 2 höggum á eftir Ogilvy, samtals á – 11 undir pari, þ.e. 202 höggum (65 68 69). Þriðja sætinu deila landsmennirnir Nathan Green og Ashley Hall, 4 höggum á eftir Ogilvy. Fimmta sætinu deilir Ástralinn Greg Chalmers ásamt 4 öðrum á samtals -7 undir pari, þ.e. allir 6 höggum á eftir Ogilvy. John Senden er síðan einn fjögurra ástralskra kylfinga sem deila 10. sætinu á samtals -6 undir pari.
Það er ekki fyrr en komið er í 13. sætið að við finnum fyrir nr. 1 í heiminum – Luke Donald, en hann deilir því sæti með 5 Áströlum og allir hafa þeir spilað á samtals -5 undir pari. Luke Donald og hinir 5 eru heilum 8 höggum á eftir Ogilvy; Luke á samtals 208 höggum (69 70 69), sem er gott skor en engin flugeldasýning eins og hjá Ogilvy. Það er Geoff Ogilvy er kylfingur dagsins í Ástralíu!
Til þess að sjá stöðuna á JB Were Australian Open smellið HÉR:
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1