Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 07:00

GBE: Rósmundur Örn með ás!

Föstudaginn 23. maí 2014  gerðist sá skemmtilegi atburður að einn klúbbmeðlimur í Golfklúbbi Byggðarholts á Eskifirði þ.e. hann Rósmundur Örn sló draumahöggið á 8. braut.

Hann var að spila með Steinari Snæ og átti hann þetta góða högg í blíðunni, sem var á Austfjörðum í gær.

Golf 1 óskar Rósmundi Erni til hamingju með  ásinn!!!

Rósmundur Örn, GBE, fór holu í höggi í fyrsta sinn! Mynd: Í einkaeigu

Rósmundur Örn, GBE, fór holu í höggi í fyrsta sinn! Mynd: Í einkaeigu