Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2019 | 22:00

Evróputúrinn: Wiesberger sigraði!

Það var Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem sigraði á Opna ítalska, móti vikunnar á Evróputúrnum.

Sigurskor Wiesbergers var 16 undir pari, 268 högg (66 70 67 65).

Englendingurinn Matthew Fitzpatrick varð í 2. sæti á samtals 15 undir pari, 269 höggum (67 65 68 69).

Þriðji varð svo bandaríski kylfingurinn Ken Kitayama á samtals 12 undir pari.

Mótið fór fram í Olgiata golfklúbbnum í Róm á Ítalíu.

Sjá má lokastöðuna á Opna ítalska með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokarhringsins á Opna ítalska með því að SMELLA HÉR: