Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2011 | 18:00

Evróputúrinn: Hoey trónir á toppnum á 3. degi Alfred Dunhill-mótsins

Það er frábært skorið hjá Norður-Íranum Michael Hoey;  66 högg á hverjum hinna þriggja golfvalla sem spilað er á, á Alfred Dunhill mótinu: St. Andrews, Carnoustie og Kingsbarns. Frábær stöðugleiki og árangur hjá hinum 32 ára Hoey.

Í 2. sæti er landi hans Graeme McDowell, sem er 3 höggum á eftir Michael, eða samtals eða á 201 höggi (67 67 67).

Í 3. sæti er síðan Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem virðist kunna einstaklega vel við sig í Skotlandi, höggi á eftir McDowell.

Fjórða sætinu deila síðan 7 kylfingar, m.a. enn einn Norður-Írinn, nr. 3 á heimslistanum:  Rory McIlroy og sá sem leiddi mótið í gær Tommy Fleetwood, en hann átti ekki svo góðan hring í dag (miðað við í gær þegar hann kom inn á 63 höggum).  Í dag spilaði Tommy á 71 höggi.

Martin Kaymer sem á titil að verja, virðist alveg heillum horfinn, átti afleitan hring upp á 75 högg í dag og er deilir 49. sætinu með 9 öðrum, m.a. hinum unga Matteo Manassero.

Allt stefnir í spennandi keppni á morgun, lokadaginn á Alfred Dunhill mótinu.

Sjá má stöðuna á Alfred Dunhill mótinu fyrir lokahringinn með því að smella HÉR: