Evróputúrinn: Hoey trónir á toppnum á 3. degi Alfred Dunhill-mótsins
Það er frábært skorið hjá Norður-Íranum Michael Hoey; 66 högg á hverjum hinna þriggja golfvalla sem spilað er á, á Alfred Dunhill mótinu: St. Andrews, Carnoustie og Kingsbarns. Frábær stöðugleiki og árangur hjá hinum 32 ára Hoey.
Í 2. sæti er landi hans Graeme McDowell, sem er 3 höggum á eftir Michael, eða samtals eða á 201 höggi (67 67 67).
Í 3. sæti er síðan Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem virðist kunna einstaklega vel við sig í Skotlandi, höggi á eftir McDowell.
Fjórða sætinu deila síðan 7 kylfingar, m.a. enn einn Norður-Írinn, nr. 3 á heimslistanum: Rory McIlroy og sá sem leiddi mótið í gær Tommy Fleetwood, en hann átti ekki svo góðan hring í dag (miðað við í gær þegar hann kom inn á 63 höggum). Í dag spilaði Tommy á 71 höggi.
Martin Kaymer sem á titil að verja, virðist alveg heillum horfinn, átti afleitan hring upp á 75 högg í dag og er deilir 49. sætinu með 9 öðrum, m.a. hinum unga Matteo Manassero.
Allt stefnir í spennandi keppni á morgun, lokadaginn á Alfred Dunhill mótinu.
Sjá má stöðuna á Alfred Dunhill mótinu fyrir lokahringinn með því að smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024