Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2011 | 11:40

Evróputúrinn: Tom Lewis hætti þátttöku í Castelló Masters vegna vírusar

Nýstirnið Tom Lewis dró sig úr Castelló Masters mótinu á Spáni nú rétt í þessu vegna flensuvírusar, sem hefir verið að há honum.

Þessi frábæri 20 ára kylfingur (Tom Lewis) frá  Welwyn Garden City, sem vann Portugal Masters og fyrsta Evrópumótssigur sinn í aðeins 3 störtum og vinningstékk upp  á £375,000, náði í gær, þrátt fyrir slappleika að leika á pari, 71 höggi.

Í dag sá hann að hann gæti ekki haldið áfram og dró sig úr mótinu. Gestgjafi mótsins, Sergio Garcia og Matteo Manassero, sem á titil að verja verða því að sjá af spilafélaga í holli sínu í dag.

Þegar þetta er ritað (kl. 11:40) er Garcia T-8 á  -5 undir pari og Manassero T-25 á -2 undir pari. Þetta gæti enn breyst enda margir eftir að ljúka leik.

Sá sem leiðir mótið er Svíinn Alexander Noren, en hann spilaði hreint æðislegt golf í dag; var á -8 undir pari og kom í hús á 63 höggum og er samtals á -10 undir pari, 132 höggum (69 62). Það verður fróðlegt að sjá hvort nokkur nær honum. Margir hafa verið að stinga upp á Svíanum (Alexander Noren)  í Ryder Cup lið Evrópu, sem mætir Bandaríkjamönnum í september að ári – og er margt vitlausara en að velja Noren, miðað við hvernig hann lék í dag!

Til þess að sjá stöðuna í Castelló Masters smellið HÉR: