
Evróputúrinn: Tom Lewis hætti þátttöku í Castelló Masters vegna vírusar
Nýstirnið Tom Lewis dró sig úr Castelló Masters mótinu á Spáni nú rétt í þessu vegna flensuvírusar, sem hefir verið að há honum.
Þessi frábæri 20 ára kylfingur (Tom Lewis) frá Welwyn Garden City, sem vann Portugal Masters og fyrsta Evrópumótssigur sinn í aðeins 3 störtum og vinningstékk upp á £375,000, náði í gær, þrátt fyrir slappleika að leika á pari, 71 höggi.
Í dag sá hann að hann gæti ekki haldið áfram og dró sig úr mótinu. Gestgjafi mótsins, Sergio Garcia og Matteo Manassero, sem á titil að verja verða því að sjá af spilafélaga í holli sínu í dag.
Þegar þetta er ritað (kl. 11:40) er Garcia T-8 á -5 undir pari og Manassero T-25 á -2 undir pari. Þetta gæti enn breyst enda margir eftir að ljúka leik.
Sá sem leiðir mótið er Svíinn Alexander Noren, en hann spilaði hreint æðislegt golf í dag; var á -8 undir pari og kom í hús á 63 höggum og er samtals á -10 undir pari, 132 höggum (69 62). Það verður fróðlegt að sjá hvort nokkur nær honum. Margir hafa verið að stinga upp á Svíanum (Alexander Noren) í Ryder Cup lið Evrópu, sem mætir Bandaríkjamönnum í september að ári – og er margt vitlausara en að velja Noren, miðað við hvernig hann lék í dag!
Til þess að sjá stöðuna í Castelló Masters smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023