Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Thriston Lawrence sigraði í Omega European Masters

Það var heimamaður, Svisslendingurinn Thriston Lawrence, sem sigraði í Omega European Masters, en mótið fór fram 25.-28. ágúst sl.

Mótið fór að venju fram í Crans-sur-Sierre GC, í Crans Montana, Sviss.

Sigurinn kom eftir bráðabana við Englendinginn Matt Wallace, en báðir voru á samtals 18 undir pari, eftir 72 holur.

Í 3. sæti varð Richard Mansell frá Englandi á samtals 16 undir pari.

Þrír deildu 3. sætinu á samtals 15 undir pari, Jorge Campilo frá Spáni; Scott Jamieson frá Skotlandi og Frakkinn Antoine Rozner.

Sjá má lokastöðuna í Omega European Masters með því að SMELLA HÉR: