Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Stone sigraði á Opna skoska

Það var suður-afríski kylfingurinn Brandon Stone sem sigraði á Aberdeen Standard Investments Scottish Open (Opna skoska).

Hann lék á samtals 20 undir pari, 260 höggum (70 64 66 60) og átti glæsilokahring, þar sem hann var nærri búinn að brjóta 60 og átti heil 4 högg á næstu menn.

Í 2. sæti varð Englendingurinn Eddie Pepperell á samtals 16 undir pari, 264 höggum (67 63 70 64).

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna skoska að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Opna skoska SMELLIÐ HÉR: