Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Richie Ramsay sigraði á Cazoo Open

Það var Skotinn Richie Ramsay, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum: Cazoo Open.

Sigurskor Ramsay var 14 undir pari, 274 högg (69 69 67 69)

Í 2. sæti varð Englendingurinn Paul Waring, einu höggi á eftir.

Fimm kylfingar deildu síðan 3. sætinu; allir á 12 undir pari, hver, en þetta voru: Svíarnir Marcus Kinhult og Robin Pettersson, Skotinn Grant Forrest, Frakkinn Julienne Guerrier og Daan Huizing frá Hollandi.

Mótið fór fram í Hillside golfklúbbnum, í Southport, Englandi.

Sjá má lokastöðuna á Cazoo Open með því að SMELLA HÉR: