Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2011 | 13:00

Evróputúrinn: Peter Hanson efstur í Dubai eftir 1. dag – spilaði á 64 höggum!

Það er Svíinn Peter Hanson sem leiðir á Dubai World Championship, kom inn á -8 undir pari, glæsilegum 64 höggum! 8 fuglar litu dagsins ljós hjá Hanson á skollafríum hring.

Í 2. sæti er Skotinn Paul Lawrie, 1 höggi á eftir Hanson og vírus eða ekki vírus, undradrengurinn McIlroy er í 3. sæti á -6 undir pari. Alveg undravert úthaldið sem hann hefir eftir allar keppnir sem hann hefir tekið þátt í og þvæling um allan heim. Í 4. sæti er Sergio Garcia á -5 undir pari og 5. sætinu deila 3 kylfingar: Robert Rock, Ross Fisher og Alvaro Quiros á -4 undir pari, 68 höggum.

Loks mætti geta þess á Y.E Yang frá Suður-Kóreu varð að hætta keppni vegna hálsmeiðsla og sagði á Twitter síðu sinni leitt að ljúka árinu svona.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Dubai World Championship smellið HÉR: