Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2016 | 17:00

Evróputúrinn: Oosthuizen sigraði í Ástralíu á ISPS Handa Perth International

Það var risamótstitilhafinn og sigurvegari Opna breska 2010, Louis Oosthuizen, sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Perth International.

Oosthuizen spilaði á samtals 16 undir pari, 272 höggum (70 64 67 71).

Alexander Levy frá Frakklandi varð í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir.

Sjá má hápunkta 4. dags á ISPS Handa Perth International með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: