Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2012 | 17:30

Evróputúrinn: Oosthuizen efstur eftir þegar Africa Open er hálfnað

Það eru 5 Suður-Afríkumenn, sem raða sér í efstu tvö sætin á Africa Open. Efstur trónir sá sem á titil að verja frá því í fyrra Louis Oosthuizen á samtals -15 undir pari, 131 höggi (69 62). Louis Oosthuizen átti frábæran hring í dag; kom í hús á -11 undir pari; þ.e. 62 höggum, spilaði skollafrítt, fékk 1 örn og 9 fugla. Öðru sætinu deila 4 heimamenn: Tjart Van der Walt, Retief Goosen, Jaco Ahlers og Thomas Aiken.

Til þess að sjá stöðuna þegar Africa Open er hálfnað smellið HÉR: