Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2013 | 14:25

Evróputúrinn: Noren leiðir fyrir lokahringinn á Ballantine´s

Það er Svíinn Alexander Noren, sem tekið hefir forystuna á 3. degi Ballantine´s Open í Iceon, Kóreu.

Hann er búinn að leika á samtals 9 undir pari, 207 höggum (71 67 69).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir á 8 undir pari eru Englendingurinn Peter Whiteford og Spánverjinn Pablo Larrazabal. 

Fjórða sætinu deila sem stendur Ástralarnir Marcus Fraser og Bret Rumford, á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Ballantine´s Open í Icheon í Kóreu SMELLIÐ HÉR: