Evróputúrinn: Nokkrar tölfræðilegar staðreyndir um Valderrama
Lokamót Evrópumótaraðarinnar í Evrópu 2011 fer fram á Valderrama á Suður-Spáni. Eftir 3 vikna ferðalag um Íberíuskagann fer næsta mót Evrópumótaraðarinnar, Andalucia Masters, nú fram á Sotogrande og hefst á morgun.
Fyrsta mótið á Valderrama, sem er einn frægasti golfvöllur Spánar, var haldið 1988, en frá þeim tíma hafa mörg fræg mót verið haldin á vellinum og er e.t.v. það þekktasta Ryder bikarkeppnin 1997.
Valderrama golfvöllurinn, sem hannaður er af Robert Trent Jones, opnaði 1985 og er í 64 km fjarlægð frá Malaga, er einn sá erfiðasti í evrópsku golfi og laðar að sér bestu kylfingana.
Völlurinn hefir trjágirtar brautir með litlum, bylgjandi flötum, þar sem reynir á alla þætti í leik kylfinga frá teig og að flöt.
Hverjir eru meðal þeirra bestu sem taka þátt í Andalucia Masters, sem hefst á morgun (fimmtudaginn 27. október)?
Sergio Garcia: Gengi hans á Valderrama er frábært og hann hefir gert allt þar nema að sigra – hann hefir þrisvar lent í 2. sæti og á 6 aðra topp-10 árangra. Hinn 31 ára Sergio mætir örugglega fullur sjálfstrausts eftir 11 högga sigur sinn í Valencia s.l. sunnudag.
Martin Kaymer: Þrátt fyrir að hafa ekki sigrað á túrnum frá því í janúar s.l. hefir Þjóðverjinn (Kaymer) 4 aðra topp-4 árangra 2011 og gæti þess vegna blómstrað á Valderrama. Hann varð T-2 á Volvo Masters, sem fram fór á Valderrama 2008.
Joost Luiten: Þessi 25 ára Hollendingur hefir átt gott, stöðugt ár, án þess að ná að tryggja sér 1. sigur sinn á túrnum. Hann varð í 5. sæti þegar hann spilaði í 1. sinn á Valderrama fyrir 12 mánuðum síðan.
Graeme McDowell: Þetta hefir ekki verið besta keppnistímabil mannsins frá Ulster (G-mac) en hann spilar venjulega vel á erfiðum völlum. Hann á titil að verja og hefir verið meðal topp-10 á 3 síðustu mótum í Sotogranda og var í 3. sæti á St. Andrews fyrr í mánuðnum.
Francesco Molinari: Þrátt fyrir að skor hans 2011 hafi verið vonbrigði ein – þegar borið er saman við síðastliðið ár – þá er þessi ítalski kylfingur einn af bestu kylfingum heims.
Anthony Wall: Hann varð í 2. sæti í Sotogrande fyrir 3 árum og varð T-11 á Castelló Masters s.l. helgi.
VALDIR KYLFINGAR SEM SÝNT HAFA ÁGÆTAN TIL GÓÐAN ÁRANGUR Á VALDERRAMA:
Síðastliðin 8 ár (2002/10):
Kylfingur: ’02 / ’03 / ’04 / ’05 / ’06 / ’07 / ’08 / ’10
Thomas Bjorn: 21 / 24 / 11 / – / 38 / 9 / – / 5
Niclas Fasth: 13 / 31 / – / 7 / 5 / 22 / – / 40
Ross Fisher: – / – / – / – / – / 14 / 11 / 14
Sergio Garcia: 7 / 7 / 2 / 2 / 2 / 34 / 4 / 10
Peter Hanson: – / – / 4 / 22 / 43 / 14 / 13 / 47
David Howell: – / 24 / 5 / 38 / 5 / – / 25 / 26
Raphael Jacquelin: – / 24 / 44 / 29 / 9 / 17 / – / 7
Martin Kaymer: – / – / – / – / – / 6 / 2 / 21
Soren Kjeldsen: – / 55 / 25 / 22 / 18 / 2 / Won / 2
David Lynn: – / 53 / 38 / 22 / 9 / – / 6 / –
Graeme McDowell: 55 / – / 15 / 22 / 32 / 4 / 8 / Won
Jose Maria Olazabal: 18 / 10 / – / 3 / 7 / – / – / 10
Anthony Wall: – / – / – / – / 35 / 12 / 2 / 10
Fjöldi þátttakenda: 66 / 57 / 54 / 55 / 54 / 55 / 57 / 96
Ath.: Ekki fór fram mót á Evrópumótaröðinni á Valderrama árið 2009
VALDIR KYLFINGAR SEM SÝNT HAFA SLAKAN TIL MEÐAL ÁRANGUR Á VALDERRAMA:
Síðastliðin 8 ár (2002/10)
Kylfingur: ’02 / ’03 / ’04 / ’05 / ’06 / ’07 / ’08 / ’10
Mark Brown: – / – / – / – / – / – / 44 / náði ekki niðurskurði
Nick Dougherty: 60 / 56 / – / 15 / 45 / 25 / 34 / náði ekki niðurskurði
Richard Finch: – / – / – / 49 / – / – / 52 / náði ekki niðurskurði
Ricardo Gonzalez: 60 / 28 / 44 / – / 43 / – / – / náði ekki niðurskurði
James Kingston: – / – / 44 / – / – / – / 50 / 26
Pablo Larrazabal: – / – / – / – / – / – / 39 / 47
Peter Lawrie: – / 42 / – / 41 / – / – / 39 / 47
Hennie Otto: – / – / – / – / – / – / 39 / náði ekki niðurskurði
Alvaro Quiros: – / – / – / – / – / – / 34 / náði ekki niðurskurði
Brett Rumford: – / – / 42 / – / 53 / 25 / – / –
Graeme Storm: – / – / – / 45 / 45 / 47 / 54 / náði ekki niðurskurði
Fjöldi þátttakenda: 66 / 57 / 54 / 55 / 54 / 55 / 57 / 96
Ath: Það var ekki niðurskurður eftir 36 holu spil á mótum Valderrama, þar til á árinu 2010.
Meðaltal á bestu 12 skorum á VALDERRAMA (s.l. 4 ár – 2006/10)
Meðaltal/Kylfingur/Fjöldi hringja
70.56: Soren Kjeldsen (16)
70.88: David Lynn (8)
71.19: Graeme McDowell (16)
71.42: Martin Kaymer (12)
71.83: Richard Green (12)
71.88: Anthony Wall (16)
72.00: Sergio Garcia (16)
72.00: Miguel Angel Jimenez (16)
72.17: Raphael Jacquelin (12)
72.25: Thomas Bjorn (12)
72.25: David Howell (12)
72.33: Ross Fisher (12)
Kylfingar sem hafa 5 sinnum eða oftar verið meðal topp-10 á mótum Evróputúrsins á meginlandi Spánar frá 1. janúar 2007:
7: Soren Kjeldsen
6: Sergio Garcia
5: Gonzalo Fernandez-Castano
5: David Lynn
5: Graeme McDowell
5: Francesco Molinari
5: Alexander Noren
Lægstu skor á Valderrama frá árinu 2000:
63: Nick Price (2000)
63: Angel Cabrera (2002)
64: Sergio Garcia (2000)
64: Fredrik Jacobson (2003)
64: Luke Donald (2005)
65: Four times
Valderrama í tölum: Par 71; 6,988 yardar (6,390 metrar)
Heildarvinningsskor í s.l. 3 mótum:
2010 Graeme McDowell 281 (-3)
2008 Soren Kjeldsen 276 (-8)
2007 Justin Rose 283 (-1)
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024