Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2014 | 12:00

Evróputúrinn: Mikael Lundberg sigraði á Lyoness Open eftir bráðabana

Það var sænski kylfingurinn Mikael Lundberg sem stóð uppi sem sigurvegari á Lyoness Open, sem fram fór i Atzenbrügg i Austurriki.

Lundberg lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (67 68 76 65), en það gerði Austurrikismaðurinn Bernd Wiesberger lika og þvi varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Þar hafði Lundberg betur á 1. holu (par-3 18. holuna) en hann fékk fugl sem útséð var með að Wiesberger ætti ekki séns á að jafna.

 Í 3. sæti varð Hollendingurinn Joost Luiten 1 höggi á  eftir.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: