Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Levy sigraði í Marokkó!

Það var Frakkinn Alexander Levy sem sigraði á Trophée Hassan II, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Levy lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (72 69 69 70).

Levy er fæddur 1. ágúst (líkt og Nökkvi Gunnarsson, NK) 1990 og er því 27 ára. Þetta er 5. sigur hans á Evróputúrnum.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Levy með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti varð spænski kylfingurinn Alvaro Quiros á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: