Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open

Það var enski kylfingurinn Sam Horsefield, sem sigraði á Soudal Open, móti vikunnar á Evróputúrnum.

Sigurskor Horsefield var 13 undir pari, 271 högg (65 69 69 68).

Öðru sætinu deildu þeir Ryan Fox og  Yannik Paul; báðir á samtals 11 undir pari, hvor.

Mótið fór fram dagana 12.-15. maí 2022 í Rinkven International GC, Antwerpen, í Belgíu.

Sjá má lokastöðuna á Soudal Open með því að SMELLA HÉR: