Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2022 | 23:30

Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters

Það var Haotong Li frá Kína sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum, BMW International Open.

Hann og Thomas Pieters frá Belgíu voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holu spil og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.

Báðir léku á samtals 22 undir pari, hvor.

Í bráðabananum hafði Li betur eftir að hafa naumlega sloppið við vatnshindrun á 1. holu bráðabanans. Síðan setti hann niður monsterpútt, sem Pieters hafði ekki sjéns að jafna við. Því var sigurinn Li.

Í 3. sæti varð Ryan Fox frá Nýja-Sjálandi á samtals 20 undir pari.

Mótið fór að venju fram í Golfclub München Eichenried, München, Þýskalandi – nú dagana 23.-26. júní 2022.

Sjá má lokastöðuna á BMW International Open með því að SMELLA HÉR: