Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur fór ekki g. 2. niðurskurð á Portugal Masters

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er úr leik á móti vikunnar á Evróputúrnum, Portugal Masters.

Eftir 3. hring í dag var skorið niður að nýju og komust aðeins 70 efstu og þeir sem jafnir voru í 70. sætinu áfram.

Birgir Leifur varð einn í 79. sæti og sárgrætilegum 2 höggum frá því að komast í gegnum 2. niðurskurðinn.

Samtals lék Birgir Leifur á 1 undir pari, 212 höggum (73 66 73), en spila varð á 3 undir pari eða betur til þess að ná í gegnum lokaniðurskurðinn.

Efstur í mótinu, eftir 3. dag, er ástralski kylfingurinn Lucas Herbert en hann hefir spilað á 19 undir pari, 194 höggum (63 67 64).

Sjá má stöðuna á Portugal Masters að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: