Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2011 | 22:30

Evróputúrinn: Alvaro Quiros efstur í Dubai fyrir lokahringinn

Spánverjinn Alvaro Quiros leiðir fyrir lokahringinn á Dubai World Championships, sem spilaður verður á morgun. Quiros er með 2 högga forystu á Skotann Paul Lawrie, sem er í 2. sæti. Quiros er búinn að spila á samtals -14 undir pari, samtals 202 höggum (68 64 70).  Paul Lawrie er á samtals -12 undir pari, 204 höggum (65 73 66).

Í 3. sæti er Louis Oosthuizen 1 höggi á eftir Lawrie, samtals -11 undir pari þ.e. samtals 205 höggum (72 67 66) og í 4. sæti er nr. 1 í heiminum, Luke Donald, sem virðist búinn að tryggja sér efsta sætið á peningalistum beggja vegna Atlantsála á samtals -10 undir pari, samtals 204 höggum (72 68 66).

Fimmta sætinu deila Írinn Shane Lowry, Ítalinn Francesco Molinari og Svíinn Peter Hanson allir á -9 undir pari. Höggi á eftir þeim í 8. sæti eru síðan: Martin Kaymer, sem átti lægsta skor dagsins, 64 högg, s.s. greint var frá hér fyrr í dag á Golf 1, Rory McIlroy, Robert Rock, Sergio Garcia og Charl Schwartzel og Paul Casey, allir á samtals -8 undir pari, hver þ.e. 208 höggum samtals hver.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn í Dubai smellið HÉR: