Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2022 | 11:00

Evrópumeistarinn Perla Sól um sigurinn: „Tilfinningin var mjög góð!“

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í flokki stúlkna 16 ára og yngri á European Young Masters, sem fram fór á Linna golfvellinum, í Harviala, Finnlandi, dagana 21.-23. júlí 2022.

Perla Sól var afar ánægð með niðurstöðuna eins og kemur fram í viðtali sem Grétar Eiríksson liðsstjóri íslenska hópsins tók eftir verðlaunaafhendinguna í Finnlandi í gær

„Tilfinningin var mjög góð og þetta var mjög sætur sigur. Mig hefur alltaf langað að vinna þennan titil. Ég endaði í 7. sæti í fyrra. Ég var stressuð á 18. flötinni, ég mátti tvípútta, en tryggði ekki púttið og setti mig í áskorun (tester) en ég setti það í og það dugði til,“ sagði Perla Sól við Grétar Eiríksson liðsstjóra eftir sigurinn.

Perla tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt til að tryggja sigurinn – en hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna.

Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvenkylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur á mótinu voru 0 eða lægri forgjöf. Lægsta forgjöfin var -5 og 30 keppendur voru með -3 eða lægra í forgjöf á þessu móti. Keppendur voru frá 31 þjóðum.