Evrópumeistarinn Perla Sól um sigurinn: „Tilfinningin var mjög góð!“
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í flokki stúlkna 16 ára og yngri á European Young Masters, sem fram fór á Linna golfvellinum, í Harviala, Finnlandi, dagana 21.-23. júlí 2022.
Perla Sól var afar ánægð með niðurstöðuna eins og kemur fram í viðtali sem Grétar Eiríksson liðsstjóri íslenska hópsins tók eftir verðlaunaafhendinguna í Finnlandi í gær
„Tilfinningin var mjög góð og þetta var mjög sætur sigur. Mig hefur alltaf langað að vinna þennan titil. Ég endaði í 7. sæti í fyrra. Ég var stressuð á 18. flötinni, ég mátti tvípútta, en tryggði ekki púttið og setti mig í áskorun (tester) en ég setti það í og það dugði til,“ sagði Perla Sól við Grétar Eiríksson liðsstjóra eftir sigurinn.
Perla tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt til að tryggja sigurinn – en hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna.
Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvenkylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur á mótinu voru 0 eða lægri forgjöf. Lægsta forgjöfin var -5 og 30 keppendur voru með -3 eða lægra í forgjöf á þessu móti. Keppendur voru frá 31 þjóðum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024