Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2012 | 18:00

Evróputúrinn: Shaun Micheel leiðir eftir 1. hring Open de España

Í dag hófst á Real Club de Golf vellinum í Sevilla Reale Seguros Open de España mótið.

Eftir 1. hring er Bandaríkjamaðurinn Shaun Micheel búinn að taka forystu spilaði í dag á -5 undir pari, þ.e. 67 höggum.

Öðru sætinu deila heimamaðurinn Jorge Campillo og Englendingarnir Robert Rock og Danny Willett, aðeins 1 höggi á eftir Micheel.

Í 5. sæti er enn einn Englendingurinn, Matthew Baldwin, á -3 undir pari, 69 höggum og 6. sætinu deila 6 kylfingar þ.á.m. Matteo Manassero og Edoardo Molinari á -2 undir pari, eða 70 höggum

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring smellið HÉR: