Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2013 | 12:30

European Men´s Challenge Trophy 11.-13. júlí

Karlalandslið Ísland í golfi tekur þátt í European Men´s Challenge Trophy 2013 sem fram fer í Tékklandi dagana 11. – 13. júlí næstkomandi. Hér er hægt að finna upplýsinar um mótið en um er að ræða undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða sem fram fer á næsta ári.  Þrjár þjóðir af tíu komast á sjálft Evrópumótið að ári, auk Íslands eru það Belgía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía og Tyrkland sem taka þátt.

European Men´s Challenge Trophy er 54 holu höggleikur, leiknar eru 18 holur á dag þá þrjá daga sem mótið fer fram. Í hverju liði eru sex leikmenn og telja fimm bestu skorin. Verði jafnt þá telur sjötti kylfingurinn einnig.

Íslenska karlalandsliðið skipa eftirfarandi kylfingar.

Andri Þór Björnsson, Golfklúbbi Reykjavíkur

Axel Bóasson Golfklúbbnum, Keili

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur

Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur

Ragnar Már Garðarsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar

Rúnar Arnórsson, Golfklúbbnum Keili

 

Liðsstjóri er Birgir Leifur Hafþórsson