Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2022 | 09:00

EM stúlknalandsliða: Íslensku stúlkurnar urðu í 17. sæti

EM stúlknalandsliða lauk á Urriðavelli laugadaginn sl. 9. júlí 2022, sem sigri franska landsliðsins.

Íslensku stúlkurnar höfnuðu í 17. sæti.

Stúlknalandslið Íslands var svo skipað: Ragnhildur Kristinsdóttir liðsstjóri, Pamela Ósk Hjaltadóttir. Katrín Sól Davíðsdóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Sara Kristinsdóttir og Karen Lind Stefánsdóttir.

Alls tóku 18 þjóðir þátt á Evrópumóti stúlknalandsliða.

Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur þar sem að fimm lægstu skorin hjá hverju liði töldu. Liðunum var raðað upp í riðla eftir árangri í höggleiknum, átta efstu liðin léku í holukeppni í A-riðli um Evrópumeistartitilinn og önnur léku um sætin þar fyrir neðan. Í B-riðli var leikið um sæti 9.-16 og í C-riðli um sætin þar fyrir neðan.